1. Tjörnes og Tjörneslögin

TjörnesÁ Tjörnesi er að finna setlög, auðug af steingervingum frá plíósen og pleistósen. Þau nefnast Tjörneslög, Furuvíkurlög og Breiðavíkurlög og hafa skapað Tjörnesi sérstakan sess í jarðsögu Íslands. Tjörnes er ekki síður merkilegt sakir vitnisburðar sem það geymir um lárétta færslu sem nemur um 100 km miðað við landið sunnan Húsavíkurmisgengjanna en þau afmarka Tjörnes jarðfræðilega að sunnan. Tjörneslögin koma fram í tuga metra háum sjávarbökkum á 5 km kafla þar sem heitir Barmur. Þau hafa aðallega myndast á grunnsævi nærri landi en inni á milli finnast í þeim surtarbrandslög. Þau ná nokkuð upp í land og þynnast í þá áttina. Í heild hallast þau um 10° til norðvesturs. Í skeljafánu Tjörneslaganna má greina kólnun sjávar á plíósentíma sem svo leiddi til ísaldarkulda þegar myndun þeirra lauk og hraunlög lögðust yfir. Efsta deild Tjörneslaganna er nefnd Krókskeljalög.

 

 

Aðgengi

Staðsetningarkort af setlögum við Tjörnes.Tjörneslögin eru aðgengileg neðan við Hallbjarnarstaði við veg niður að lendingu sem þar er. Merkt nr. 1 á kortinu.